Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 18:51 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. „Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Efnahagsmál Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira
„Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni.
Efnahagsmál Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira