Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:54 John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til ársins 2015. Hann háði harða hildi við íhaldssamasta hluta þingflokksins og var þeirri stundu fegnastur þegar hann lét af embættinu. Vísir/EPA Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira