Kári vill skikka alla farþega í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 18:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að reglur á landamærunum verði endurskoðaðar. vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví. Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira