Kári vill skikka alla farþega í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 18:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að reglur á landamærunum verði endurskoðaðar. vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví. Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira