Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 18:38 Tilkynning Seðlabankans um NOVIS var talin ónákvæm en innan svigrúm bankans til að birta upplýsingar um aðila sem hann hefur eftirlit með. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað. Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað.
Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34