Tugir þúsunda bóluefnaskammta væntanlegir Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 17:25 Veruleg aukning verður nú í afhendingu bóluefna gegn kórónuveirunni til Íslands. Vísir/Vilhelm Von er á tæplega 65.300 bóluefnaskömmtum frá fjórum framleiðendum til landsins í þessum mánuði. Mánaðarleg afhending á bóluefni eykst um 160% í þessum mánuði borið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins. Í nýjasta yfirliti heilbrigðisráðuneytisins um áætlanir framleiðenda bóluefna gegn kórónuveirunni um vikulega afhendingu kemur fram að auk þeirra fleiri en 65.000 skammta sem eru væntanlegir í þessum mánuði sé von á 117.000 skömmtum af bóluefni Pfizer í maí og júní. Af skömmtunum sem eiga að berast í apríl er meirihlutinn frá Pfizer. Fleiri en 9.300 skammtar eru væntanlegir í hverri viku í þessum mánuði. Síðustu vikuna í apríl eiga einnig hátt í 10.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca að berast. Moderna og Janssen senda smærri skammta. Í lok nýliðins ársfjórðungs hafði Ísland fengið samtals um 75.000 bóluefnaskammta frá því að bólusetningar gegn COVID-19 hófust hér á landi 29. desember, eða að meðaltali tæplega 25.000 skammta á mánuði. Mánaðarleg afhending hefur því aukist um 160% miðað við að í vændum eru tæplega 65.300 skammtar í apríl, að því er segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Pfizer er eina fyrirtækið sem hefur staðfest afhendingaráætlun til lengri tíma. Samkvæmt henni eiga 37.000 skammtar að berast til Íslands í þessum mánuði, 54.000 skammtar í maí og 63.000 skammtar í júní. Þessi auknu afköst í afhendingu bóluefnisins er rakin til vaxandi framleiðslugetu fyrirtækisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir að um 130.000 manns verði fullbólusettir fyrir lok júní. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði hann að um 15.000 manns yrðu bólusettir í vikunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Í nýjasta yfirliti heilbrigðisráðuneytisins um áætlanir framleiðenda bóluefna gegn kórónuveirunni um vikulega afhendingu kemur fram að auk þeirra fleiri en 65.000 skammta sem eru væntanlegir í þessum mánuði sé von á 117.000 skömmtum af bóluefni Pfizer í maí og júní. Af skömmtunum sem eiga að berast í apríl er meirihlutinn frá Pfizer. Fleiri en 9.300 skammtar eru væntanlegir í hverri viku í þessum mánuði. Síðustu vikuna í apríl eiga einnig hátt í 10.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca að berast. Moderna og Janssen senda smærri skammta. Í lok nýliðins ársfjórðungs hafði Ísland fengið samtals um 75.000 bóluefnaskammta frá því að bólusetningar gegn COVID-19 hófust hér á landi 29. desember, eða að meðaltali tæplega 25.000 skammta á mánuði. Mánaðarleg afhending hefur því aukist um 160% miðað við að í vændum eru tæplega 65.300 skammtar í apríl, að því er segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Pfizer er eina fyrirtækið sem hefur staðfest afhendingaráætlun til lengri tíma. Samkvæmt henni eiga 37.000 skammtar að berast til Íslands í þessum mánuði, 54.000 skammtar í maí og 63.000 skammtar í júní. Þessi auknu afköst í afhendingu bóluefnisins er rakin til vaxandi framleiðslugetu fyrirtækisins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir að um 130.000 manns verði fullbólusettir fyrir lok júní. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði hann að um 15.000 manns yrðu bólusettir í vikunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Gera ráð fyrir að geta fullbólusett 130 þúsund fyrir júnílok miðað við áætlun Pfizer Bólusetningar gegn Covid-19 ganga vel, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlæknis, og verða 15 þúsund manns bólusettir í þessari viku. Vegna aukinnar framleiðslugetu Pfizer gera yfirvöld nú ráð fyrir að fullbólusetja 130 þúsund manns fyrir júnílok. 6. apríl 2021 12:04