NBA dagsins: Utah ekki skorað minna í tvo mánuði og tapaði í fyrsta sinn í tíu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 16:17 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks unnu besta lið NBA-deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í nótt. getty/Ronald Martinez Dallas Mavericks stöðvaði níu leikja sigurgöngu Utah Jazz þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Dallas í röð. Eins og svo oft áður var Kristaps Porzingis fjarri góðu gamni hjá Dallas vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu með 31 stigi, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Jalen Brunson og Tim Hardaway yngri skoruðu samtals 36 stig af bekknum, Dorian Finney-Smith skilaði 23 stigum og Josh Richardson skoraði sautján stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Dallas var með frábæra 46,9 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum á meðan þriggja stiga nýting Utah var aðeins 27,3 prósent. Utah, sem er þriðja besta sóknarlið NBA samkvæmt tölfræðinni, skoraði aðeins 103 stig og helstu skyttur liðsins fundu sig ekki. Donovan Mitchell hitti til að mynda aðeins úr sex af 23 skotum sínum. Utah hefur ekki skorað jafn lítið í leik í tvo mánuði. Leikstjórnandinn Mike Conley stóð upp úr í liði Utah með 28 stig og sjö stoðsendingar. Utah er enn á toppi Vesturdeildarinnar en Dallas er í 7. sæti hennar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leikjum Dallas og Utah, Brooklyn Nets og New York Knicks og Toronto Raptors og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 6. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Eins og svo oft áður var Kristaps Porzingis fjarri góðu gamni hjá Dallas vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu með 31 stigi, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Jalen Brunson og Tim Hardaway yngri skoruðu samtals 36 stig af bekknum, Dorian Finney-Smith skilaði 23 stigum og Josh Richardson skoraði sautján stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Dallas var með frábæra 46,9 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum á meðan þriggja stiga nýting Utah var aðeins 27,3 prósent. Utah, sem er þriðja besta sóknarlið NBA samkvæmt tölfræðinni, skoraði aðeins 103 stig og helstu skyttur liðsins fundu sig ekki. Donovan Mitchell hitti til að mynda aðeins úr sex af 23 skotum sínum. Utah hefur ekki skorað jafn lítið í leik í tvo mánuði. Leikstjórnandinn Mike Conley stóð upp úr í liði Utah með 28 stig og sjö stoðsendingar. Utah er enn á toppi Vesturdeildarinnar en Dallas er í 7. sæti hennar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leikjum Dallas og Utah, Brooklyn Nets og New York Knicks og Toronto Raptors og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 6. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira