Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga? Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 21:43 Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Getty New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“ Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla. Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira
Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla.
Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira