Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga? Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 21:43 Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Getty New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“ Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla. Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira
Umfjöllunin er sett í samhengi við framvindu mála hvað varðar bólusetningu bandarísku þjóðarinnar og vöngum velt yfir því hvenær lífið fer að færast aftur í eðlilegra horf með tilliti til tilhugalífsins. Sérfræðingar sem voru til viðtals sögðu að kossar og önnur náin snerting milli ókunnugra einstaklinga ætti að vera nokkuð örugg, að því gefnu að báðir aðilar hafi verið bólusettir. Jafnvel án staðfestingar um bólusetningu, felur það að fara í sleik við ókunnuga í sér minni áhættu en að sækja fjölmenna samkomu á skemmtistað eða partý að sögn David Rubin, prófessors í barnalækningum við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu. „Þetta er einn þessara gjörninga sem best er að láta viðkomandi einstakling taka ákvörðun um og ekki að dæma hana,“ segir Rubin. „Ef þú ert í öruggum aðstæðum og þú ert bara með þeirri manneskju, og þú vilt taka sénsinn á því að fara í sleik við viðkomandi og þú heldur að sú manneskja sé ekki í áhættuhóp hvað varðar Covid – samkvæmt ráðleggingum um sóttvarnir og forvarnir, þá getur þú látið vaða og farið í sleik við þá manneskju að vild,“ segir Peter Chin-Hong, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Hann bætir við að sé maður bólusettur, en geti ekki staðfest hvort hinn aðilinn sem viðkomandi vill kyssa sé bólusettur eða hvert heilsufarslegt ástand hans er, sé yfirleitt í lagi fyrir ungt fólk að kyssast. Unga fólkið duglegast að dreifa Covid-19 Rannsóknir hafa sýnt fram á að ungt fólk á aldrinum 20 til 29 ára er sá hópur sem virðist dreifa covid-19 smiti hvað víðast en um 20 prósent þeirra sem smituðust í Bandaríkjunum er fólk á þrítugsaldri samkvæmt rannsókn frá því í fyrrasumar. Skömmu síðar leiddi tölfræði í ljós að smit unga fólksins leiddu til víðtækari útbreiðslu sjúkdómsins meðal fólks á miðjum aldri. Eldra fólk er framar í röðinni til að fá bóluefni en um tveir þriðju Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri hafa þegar verið bólusettir sem þýðir að hlutfall þeirra sem eiga á hættu að veikjast alvarlega fer lækkandi. Þótt hættan af því að eldra fólk smitist af því yngra hafi dregist nokkuð saman þýðir það þó ekki að það sé algjörlega óhætt að djamma aftur eins og árið væri 2019. „Það er ekkert einfalt rautt ljós eða grænt ljós,“ segir William Schaffner, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Vanderbilt háskóla.
Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira