Aron Elís Þrándarsson var í byrjunarliði OB og spilaði allan leikinn á miðjunni. Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Horsens sat á bekknum allan tíman.
OB er í sjöunda sæti dönsku deildarinnar, en Horsens í þvrí þrettánda og jafnframt neðsta sæti.
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Aarhus sem tapaði 2-0 á útivelli gegn Nordsjælland í dag. Jón Dagur var tekinn út af á 80. mínútu, en Aarhus er enn í þriðja sæti með 38 stig, fimm stigum á eftir Midtjylland í öðru sæti.