Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:42 Árásarmaðurinn keyrði niður öryggistálma við þinghúsið og hljóp að lögreglumönnum sem þar voru staddir vopnaður hnífi. EPA/JIM LO SCALZO Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí. Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí.
Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira