Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti.

„Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum.
English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021
„Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni.
Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út.

„Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“