Handbolti

Aron og Dagur mætast á Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur Sigurðsson stýrir japanska liðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í Japan.
Dagur Sigurðsson stýrir japanska liðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í Japan. Getty/Slavko Midzor

Dregið var í riðla í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan, drógust saman í riðil. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, er svo í hinum riðlinum.

Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið eru svo á sínum stað. Noregur er í A-riðli ásamt Angóla, Suður-Kóreu, Svartfjallalandi, Hollandi og Japan.

Báðir riðlar karlamegin eru ógnarsterkir en færa má rök fyrir því að lærisveinar Alfreðs séu í erfiðari riðlinum. Ásamt Þýskalandi eru Argentína, Spánn, Frakkland, Noregur og Brasilía í A-riðli.

Í B-riðli eru Barein, Japan, Egyptaland, Portúgal, Svíþjóð og heimsmeistarar Danmerkur.

Alls verða fjórir íslenskir þjálfarar í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Tókýó í Japan í sumar.

Þórir Hergeirsson hefur verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í tvo áratugi.VÍSIR/GETTY



Fleiri fréttir

Sjá meira


×