Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 13:23 Von er á allt að 300 manns á sóttkvíarhótelið í dag en samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið milli fyrri og seinni sýnatöku. VISIR/VILHELM Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48