Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 07:59 Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Court TV/AP Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23