Mygla fannst einnig í Korpuskóla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 21:57 Korpuskóli hefur staðið ónotaður um hríð. Börn úr Fossvogsskóla voru flutt þangað vegna mygluvanda en nú hefur mygla einnig fundist í Grafarvoginum. Reykjavíkurborg Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20
Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57