Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 20:37 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu. Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur. Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira