„Frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2021 07:01 Lilju fannst tilvalið að gefa út fyrsta lagið sitt á þrítugsafmælinu. Sigurður Pétur „Ég hef alltaf verið að syngja en byrjaði ekki að semja fyrr en 2019,“ segir Lilja Björg Gísladóttir. Hún gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti. Lagið kallast I think I am in love with you. „Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég samdi það árið 2019 og textinn fjallar um óendurgjaldna ást, svona einhliða ást þar sem einn aðilinn gefur alltaf frá sér smá von.“ Partýplönin ónýt Lilja lýsir laginu sínu sem „feelgood popplagi.“ Hún samdi sjálf bæði lag og texta en Vignir Snær sá um pródúseringu lagsins. „Ég var á námskeiði hjá Söngsteypunni og þar var Vignir að kenna,“ segir Lilja um það hvernig þau kynntust. Lilja fékk líka nokkra hljóðfæraleikara úr skólanum til þess að koma með þeim í upptökur á laginu. Ástæða þess að Lilja valdi dagsetninguna 2. apríl fyrir útgáfu lagsins er að hún fagnar þrítugsafmælinu sínu í dag. „Maður þarf að gera eitthvað fyrst að öll partýplön fóru út um gluggann,“ segir Lilja og hlær. Samkomutakmarkanir settu sinn svip á afmælisplönin eins og hjá flestum öðrum þessa dagana. Lilja Gísla gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti.Sigurður Pétur Hætt að tala niður til sín Þó að Lilja sé bara nýbyrjuð að semja eigin tónlist þá hefur hún lengi haft þennan draum. „Mig hefur langað að gefa út tónlist alveg síðan ég var krakki. Ég held að mig hafi vantað sjálfstraustið til að fara af stað.“ Lilja hefur markvisst unnið í sjálfstraustinu og sjálfsást og hefur líka hvatt aðra áfram á þeirri vegferð í gegnum Instagram með mikið af jákvæðu „self-love“ efni og myndum. „Ég hef reynt að tala við mig eins og ég myndi tala við bestu vinkonu mína og hætta að tala niður til mín.“ View this post on Instagram A post shared by (@liljagisla) Þykir vænt um skilaboðin Hún segir að aukið sjálfstraust hafi hjálpað sér mikið og orðið til þess að hún þorði að stökkva á spennandi tækifæri sem hún hefði annars ekki gert. Lilja er vinsæll förðunarfræðingur hér á landi og heldur líka úti Instagram reikningi og er annar þáttastjórnanda í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Sjálfsást spilar hjá henni stórt hlutverk. „Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði ekki verið komin með það sjálfstraust sem ég hef í dag. Þetta hefur styrkt mig og þroskað mig alveg ótrúlega mikið.“ Lilja segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við því sem hún er að birta á samfélagsmiðlum, eins og tengt jákvæðri líkamsímynd. „Ég hef fengið ótrúlega mikið af fallegum skilaboðum á Instagram frá öðrum sem ég hef hjálpað að komast á þennan stað, sem mér þykir ótrúlega vænt um. Það er frábært ef mín vegferð getur hjálpað öðrum að taka sig í sátt.“ Hægt er að hlusta á lagið I think i am in love with you á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lilja - I think I'm in love
Tónlist Tengdar fréttir „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31