Þorsteinn nýr forstjóri Hafró Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2021 13:53 Þorsteinn Sigurðsson, nýr forstjóri Hafró. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar – rannsóknar- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Sex sóttu um starfið. Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri, Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri, Marcin Zembroski sérfræðingur, Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurður Guðjónsson forstjóri til síðustu fimm ára auk Þorsteins. Kristján Þór ákvað á síðasta ári að auglýsa starfið til umsóknar en mikið hefur gengið á hjá Hafró undanfarin misseri. Meðal annars hafa fyrrverandi starfsmenn fengið dæmdar bætur vegna ólögmætra uppsagna Þorsteinn Sigurðsson er með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Þorsteinn hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994. Árin 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Árið 2020 hóf hann störf sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, nú skrifstofa sjávarútvegsmála. Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar 2021 og mat hæfnisnefnd þrjá umsækjendur vel hæfa til þess að gegna embættinu. Ráðherra var sammála mati nefndarinnar og boðaði í kjölfarið þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal þar sem ítarlega var farið ofan í einstaka þætti starfsins. Var það mat ráðherra, að Þorsteinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára. Fréttin er í vinnslu. Vistaskipti Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. 8. mars 2021 15:00 Sex vilja gegna embætti forstjóra Hafró Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson. 22. janúar 2021 13:35 Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Forstjórinn segir ofsa í umræðu sem þurfi að eiga sér stað. 7. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Sex sóttu um starfið. Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri, Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri, Marcin Zembroski sérfræðingur, Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurður Guðjónsson forstjóri til síðustu fimm ára auk Þorsteins. Kristján Þór ákvað á síðasta ári að auglýsa starfið til umsóknar en mikið hefur gengið á hjá Hafró undanfarin misseri. Meðal annars hafa fyrrverandi starfsmenn fengið dæmdar bætur vegna ólögmætra uppsagna Þorsteinn Sigurðsson er með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Þorsteinn hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994. Árin 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Árið 2020 hóf hann störf sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, nú skrifstofa sjávarútvegsmála. Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar 2021 og mat hæfnisnefnd þrjá umsækjendur vel hæfa til þess að gegna embættinu. Ráðherra var sammála mati nefndarinnar og boðaði í kjölfarið þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal þar sem ítarlega var farið ofan í einstaka þætti starfsins. Var það mat ráðherra, að Þorsteinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára. Fréttin er í vinnslu.
Vistaskipti Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. 8. mars 2021 15:00 Sex vilja gegna embætti forstjóra Hafró Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson. 22. janúar 2021 13:35 Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Forstjórinn segir ofsa í umræðu sem þurfi að eiga sér stað. 7. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. 8. mars 2021 15:00
Sex vilja gegna embætti forstjóra Hafró Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson. 22. janúar 2021 13:35
Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Forstjórinn segir ofsa í umræðu sem þurfi að eiga sér stað. 7. ágúst 2019 10:26