Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2021 12:46 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30
Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09