Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 10:37 Samkvæmt frétt MAST eiga hundar varla heima á gossvæðinu. Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. „Á gossvæðinu er töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geta orðið stressaðir,“ segir í frétt á vef MAST. Þá segir að rannsóknir Jarðvísindastofnunnar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi leitt í ljós mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 sinnum æskilegt magn. „Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn,“ segir í fréttinni. Ef fólk velur engu að síður að taka hunda með sér þá biðlar MAST til þess að hafa eftirfarandi atriði í huga: „Ekki láta hundana drekka úr vatnspollum, né éta snjó á svæðinu! Vatnið getur verið mengað af alls kyns skaðlegum efnum. Hafið með drykkjarvatn og skál og bjóðið hundinum eftir þörfum að drekka úr skálinni. Reynið að koma í veg fyrir að hundarnir sleiki feld eða þófa fyrr en skolað hefur verið af þeim með vatni eftir að komið er af gossvæðinu. Hafið hundana ávallt í taumi! Lausir hundar geta hlaupið í lægðir þar sem er gas og jafnvel á hraunið. Lausir hundar geta líka valdið öðru fólki hættu og óþægindum á leiðinni með því að koma því úr jafnvægi eða velta á það grjóti. Ekki fara mjög nálægt hrauninu með hund! Hundarnir eru töluvert lægri en við og geta fengið í sig mikið meira gas. Haldið ykkur ofarlega í brekkunni með vindinn í bakið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Á gossvæðinu er töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geta orðið stressaðir,“ segir í frétt á vef MAST. Þá segir að rannsóknir Jarðvísindastofnunnar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi leitt í ljós mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 sinnum æskilegt magn. „Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn,“ segir í fréttinni. Ef fólk velur engu að síður að taka hunda með sér þá biðlar MAST til þess að hafa eftirfarandi atriði í huga: „Ekki láta hundana drekka úr vatnspollum, né éta snjó á svæðinu! Vatnið getur verið mengað af alls kyns skaðlegum efnum. Hafið með drykkjarvatn og skál og bjóðið hundinum eftir þörfum að drekka úr skálinni. Reynið að koma í veg fyrir að hundarnir sleiki feld eða þófa fyrr en skolað hefur verið af þeim með vatni eftir að komið er af gossvæðinu. Hafið hundana ávallt í taumi! Lausir hundar geta hlaupið í lægðir þar sem er gas og jafnvel á hraunið. Lausir hundar geta líka valdið öðru fólki hættu og óþægindum á leiðinni með því að koma því úr jafnvægi eða velta á það grjóti. Ekki fara mjög nálægt hrauninu með hund! Hundarnir eru töluvert lægri en við og geta fengið í sig mikið meira gas. Haldið ykkur ofarlega í brekkunni með vindinn í bakið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira