„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 09:39 Gríðarlegur fjöldi hefur farið að sjá gosið í Geldingadölum síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Vísir/Vilhelm Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð.
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira