Eigendurnir í NFL-deildinni samþykktu að fara í sautján leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 11:30 Hinn síungii Tom Brady þarf að spila einum leik meira í titilvörninni á næstu leiktíð. AP/Mark LoMoglio Eigendur NFL-deildarinnar ættu að fá enn meiri pening í vasann eftir að þeir komu í gegn breytingu um fleiri leiki í deildinni. Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira