Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 11:51 Morð í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira