Höfnuðu beiðninni því endanlegur dómur í máli meints morðingja lá ekki fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 11:51 Morð í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Albanskur karlmaður á fertugsaldri var ekki framseldur til Albaníu árið 2017 vegna þess að endanlegur dómur lá ekki fyrir í sakamáli hans í heimalandinu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Karlmaðurinn er sagður hafa játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Vísir greindi frá því í gær að albanski karlmaðurinn væri eftirlýstur í heimalandinu þar sem hann ætti eftir að afplána fimm ára dóm fyrir ránsbrot. Albönsk dómsmálayfirvöld óskuðu árið 2015 eftir framsali hans en beiðninni var hafnað. Fram kom í svari ríkissaksóknara á Vísi í gær að beiðnin hefði ekki uppfyllt skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. Beiðinni hafi því verið hafnað tveimur árum síðar, eða árið 2017. Vísir spurðist í framhaldinu fyrir um nánari ástæður þess að beiðinni væri hafnað, ekki bara fyrrnefndar vísanir í lög. Í svari dómsmálaráðuneytisins við framhaldsfyrirspurn fréttastofu segir að Ísland og Albanía séu aðilar að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Ekki sé þó í gildi sérstakur samningur milli landanna. Segja ekki unnt að veita frekari upplýsingar Beiðni albanskra yfirvalda hafi verið tekin til afgreiðslu í ráðuneytinu og svo send til ríkissaksóknara til frekari afgreiðslu. Meðferð málsins hafi leitt í ljós að hafna skyldi beiðninni þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. „Endanlegur dómur er dómur lægra dómstigs sem ekki hefur verið áfrýjað innan áfrýjunarfrests til æðra dómstigs, eða dómur æðra dómstigs sem áfrýjað hefur verið dómi lægra dómstigs til. Sé endanlegur dómur ekki fallinn á æðra dómstigi telst dómur lægra dómstigs því ekki fullnustuhæfur og því ekki hægt að verða við framsalsbeiðni á grundvelli fullnustu refsingar, fyrr en endanlegur dómur liggur fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Vísir óskaði eftir afriti af samskiptum albanskra yfirvalda við íslensk yfirvöld vegna málsins en þeirri beiðni hafnaði dómsmálaráðuneytið á þeim forsendum að lög um meðferð sakamála gildi varðandi framsalsbeiðnir. Stjórnvöldum sé því óheimilt að afhenda öðrum en hinum eftirlýsta manni og lögmanni hans gögn málsins eða upplýsa um einstök atriði. „Er því ekki unnt að veita frekari upplýsingar vegna þessa máls,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent