Galið að enn sé komið fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:30 Frá leik Hauka og Vals í Olís deildinni í vetur. Valskonan Auður Ester Gestsdóttir reynir hér að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur hjá Haukum. Vísir/Hulda Margrét Íslenskur dósent í íþróttafræði vinnur að því að koma upp rannsóknarsetri sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér. Heilsa Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Aron Gauti Laxdal tekur þátt í brautryðjandastarfi í Noregi þessa dagana en hann er dósent í íþróttafræði við Háskólann í Agder í Noregi sem vinnur að verkefni sem hefur vakið mikla athygli og vakið gríðarlegan áhuga á meðal fremstu íþróttakvenna Noregs. Aron Gauti ræddi við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um málið en hafði áður birt stuttan pistil um málið á Twitter síðu sinni. ...frammistöðugetan lækkar. Það er ekki að ástæðulausu að meiðsli eru svona tíð við blæðingar. Það er galið að það sé ennþá verið að koma fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlmenn. Ef þú ert að þjálfa stelpur/konur þarftu að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu þeirra— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) March 28, 2021 Aron bendir á að þær íþróttakonur sem hafa aðlagað æfingaálag að tíðahringnum séu að ná sínum besta árangri í íþróttum. Þær stundi þá erfiðar æfingar í kringum egglos, þegar framleiðsla estrógens og prógesteróns eru í hámarki og stundi svo auðveldari æfingar í kringum blæðingar þegar frammistöðugetan lækkar og Aron bendi á að meiðsli séu tíð hjá íþróttakonum á þeim tíma. Íslenski íþróttafræðingurinn segir meðal annars í Twitter-færslu sinni að það sé galið að komið sé fram við íþróttakonur eins og þær séu litlir karlar. Aron bendir á mikilvægi þess að taka tillit til líkamlegrar sérstöðu kvenna við æfingar. Besta dæmið um góðan árangur íþróttakvenna sem huga að þessu við æfingar sínar er Tiril Eckhoff, ríkjandi heimsmeistari í skíðaskotfimi. Eckhoff hefur náð sínu besta ári í skíðaskotfiminni eftir að hafa aðlagað æfingaálagið að tíðahringnum. „Það hefur komið ákall frá íþróttakonum hér í Noregi um að framkvæma fleiri rannsóknir á kvenkyns íþróttafólki,” segir Aron í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 og hann og deildin hans við Háskólann í Agder í Noregi ætla nú að taka þetta skref að setja upp rannsóknarsetur sem sérhæfir sig í íþróttaþjálfun kvenna. Aron Gauti segir að skólinn hafi fengið frábær viðbrögð við áætlunum sínum og það líti út fyrir að hægt verði að safna þeim pening sem þarf í slíkt rannsóknarsetur. Peningarnir eru jafnan til fyrir rannsóknir á körlum í íþróttaheiminum en íþróttakonurnar þurfi síðan að fylgja niðurstöðum um slíkum rannsóknum og aðlaga þær að sér. „Við erum ennþá bara að stíga okkur fyrstu skref í þessu en allir hafa tekið þessu hrikalega vel,” segir Aron. Hann segir deildina hreinlega vera að drukkna úr fyrirspurnum frá þekktum norskum íþróttakonum sem vilja vera með í rannsóknunum. „Norska íþróttasambandið og allskonar hagsmunasamtök hafa sýnt þessu mikinn áhuga og við erum mjög bjartsýn á að fá þá fjármuni sem þarf til að koma þessu í gang,” segir Aron í viðtalinu á Rás tvö í gær en það má finna meira um það með því að smella hér.
Heilsa Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira