Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2021 11:59 Bílastæði við gosstöðvarnar fylltust í gær og umferð var stýrt inn á svæðið. Notast verður við sama fyrirkomulag í dag. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira