Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2021 11:59 Bílastæði við gosstöðvarnar fylltust í gær og umferð var stýrt inn á svæðið. Notast verður við sama fyrirkomulag í dag. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira