Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2021 13:09 Fjarlækningar eru alltaf stundaðar meira og meira hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Samsett „Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands nær yfir svæðið allt frá Þorlákshöfn austur að Höfn í Hornafirði þar sem heilsugæslustöðvar eru á flestum þéttbýlisstöðum. Íbúafjöldi stofnunarinnar er um 30 þúsund, þar af eru 10 þúsund á Selfossi. Fjarlækningar eru alltaf að verða meira og meira áberandi í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana Óskarsdóttir er forstjóri stofnunarinnar. „Þetta snýst í raun um að geta veitt sérfræðiþjónustu án þess að hafa læknana á staðnum. Þannig að við fáum þjónustuna til einstaklinganna og þeir þurfa ekki að fara langar leiðir til að sækja þjónustuna. Þetta virkar þannig að við erum með ákveðin tæki, sem við köllum Agnesi og í þeim er hægt að gera hinar ýmsu mælingar og taka myndir og senda yfir. Það er læknir á hinum endanum, sem getur þá séð það sem við erum að skoða og getur þá veitt ráðleggingar til baka. Þannig að þetta sparar ferðalögin, fyrir lækninn að koma á staðinn og fyrir einstaklinginn að fara til lækna,“ segir Díana. Díana segir að nú sé verið að innleiða fjarlækningar víða um Suðurland en stofnunin á fimm Agnesar tæki, sem hafa reynst mjög vel. Síðan er verið að fara af stað með verkefni í Vestmannaeyjum, sem eru fjaraugnlækningar. „Og þar eru við búin að fá gríðarlega flotta aðkomu frá Lionsmönnum og fleirum, sem hafa styrkt okkur um 25 milljónir króna til þess að kaupa þessi tæki til að veita þessa þjónustu. Læknarnir koma ekki á staðinn heldur verða þeir á hinum endanum og fá myndir sendar til sín og geta þá gefið ráðleggingar.“ Díana segir að fjarlækningar séu framtíðin. „Já það myndi ég segja, það eru gríðarleg tækifæri á því sviði.“ Athyglisvert verkefni er að fara af stað í Vestmannaeyjum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira