Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 11:32 Sigvaldi er yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann ítrekar að leiðin að gossvæðinu geti verið erfið yfirferðar. Vísir/Samsett Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57