Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2021 07:43 Áhöfn flugvélarinnar Hot Stuff. Einnig voru um borð hershöfðinginn Frank M. Andrews og fylgdarlið hans. Bandaríski flugherinn. Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu. Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík. Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni. Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann. Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25