Biðlistar myndast í sólarlandaferðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 23:31 Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. Vísir/Egill Íslendinga virðist marga þyrsta í ferðalög um þessar mundir, að sögn framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Biðlistar hafa myndast í sólarlandaferðir, sem eru þó mun færri nú en í eðlilegu árferði. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita ræddi stöðuna á utanlandsferðum, einkum nú yfir páskana, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að farnar væru þrjár ferðir út í sólina hjá Vita nú um páskana; tvær ferðir til Tenerife og ein til Alicante. Fyrri flugvélin til Tenerife fór í loftið í morgun en hinar tvær fara á morgun. Þráinn sagði þetta um fimmfalt færri ferðir en farnar voru yfir páskana fyrir tveimur árum. Þá hefði lítið verið um afbókanir eftir að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi hér á landi í vikunni. „Þær eru vel bókaðar [flugvélarnar] sem eru að fara í loftið. Þannig að þetta er bæði að afbókast og bókast aftur. Við erum með biðlista og töluvert af fólki sem er á honum ef það dettur eitthvað út,“ sagði Þráinn. Inntur eftir því hvort Íslendingar sem koma til dæmis til Tenerife nú um páskana þurfi að fara í sóttkví við komuna sagði Þráinn að þeir væru aðeins skyldaðir til að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá þyrfti vissulega að fara aftur í sýnatöku úti áður en haldið er heim – og á Íslandi tekur við tvöföld skimun með sóttkví á milli. Þá kvað Þráinn mikinn áhuga meðal Íslendinga á utanlandsferðum síðsumars og í haust. Bókanir hrönnuðust nú inn, einkum til Tenerife og annarra staða á Spáni. „En fólk er að bíða eftir að sjá hvernig bólusetningum vindur fram og líka ástandið í löndunum í kringum okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02 Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita ræddi stöðuna á utanlandsferðum, einkum nú yfir páskana, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að farnar væru þrjár ferðir út í sólina hjá Vita nú um páskana; tvær ferðir til Tenerife og ein til Alicante. Fyrri flugvélin til Tenerife fór í loftið í morgun en hinar tvær fara á morgun. Þráinn sagði þetta um fimmfalt færri ferðir en farnar voru yfir páskana fyrir tveimur árum. Þá hefði lítið verið um afbókanir eftir að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi hér á landi í vikunni. „Þær eru vel bókaðar [flugvélarnar] sem eru að fara í loftið. Þannig að þetta er bæði að afbókast og bókast aftur. Við erum með biðlista og töluvert af fólki sem er á honum ef það dettur eitthvað út,“ sagði Þráinn. Inntur eftir því hvort Íslendingar sem koma til dæmis til Tenerife nú um páskana þurfi að fara í sóttkví við komuna sagði Þráinn að þeir væru aðeins skyldaðir til að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá þyrfti vissulega að fara aftur í sýnatöku úti áður en haldið er heim – og á Íslandi tekur við tvöföld skimun með sóttkví á milli. Þá kvað Þráinn mikinn áhuga meðal Íslendinga á utanlandsferðum síðsumars og í haust. Bókanir hrönnuðust nú inn, einkum til Tenerife og annarra staða á Spáni. „En fólk er að bíða eftir að sjá hvernig bólusetningum vindur fram og líka ástandið í löndunum í kringum okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02 Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02
Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05