Handknattleikssamband Íslands hefur óskað eftir undanþágum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 20:31 HSÍ hefur beðið um undanþágu svo íslenska kvennalandsliðið geti til að mynda undirbúið sig fyrir umspilið gegn Slóveníu í næsta mánuði. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI HSÍ hefur óskað eftir undanþágum er varðar sóttvarnarreglur landsins. Undanþágan er ætluð meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta sem og kvennalandsliðinu en það á leik við Slóveníu í undankeppni HM í næsta mánuði. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Handbolti.is fyrr í dag. Þar segir einnig að HSÍ hafi sent inn fyrirspurn vegna vinnustaðarsóttkvíar fyrir kvennalandsliðið þar sem síðari viðureignin gegn Slóveníu á að fara fram þann 21. apríl hér á landi. „Það er til heimild til að gera undanþágu til æfinga vegna alþjóðlegra verkefna landsliða. Kvennalandsliðið er svo sannarlega á leiðinni í eitt slíkt eftir miðjan apríl þar sem sem farseðill á heimsmeistaramótið verður í boði fyrir sigurliðið,“ sagði Róbert Geir í viðtalinu við Handbolti.is. Íslenska kvennalandsliðið og þjálfarateymi eru sem stendur í sóttkví eftir góða ferð landsliðsins til Norður-Makedóníu. Þar var leikur í umspili gegn Slóveníu tryggður þó svo að það hafi kostað sitt. Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir og Sunna Jónsdóttir meiddust báðar illa. Sú síðarnefnda stefnir á að vera með gegn Slóveníu en Steinunn er talin hafa slitið krossband og verður því frá næstu mánuði. „Verðum að koma landsliðinu á æfingar sem allra fyrst. Ef félagslið mega ekki æfa þá verður HSÍ að gera allt sem hægt er til að halda landsliðskonunum sínum við efnið fyrir leikina mikilvægu við Slóvena,“ sagði framkvæmdastjórinn einnig. Vinnustaðasóttkví hefur heppnast vel hér á landi. Til að mynda þegar karlalandslið Litáen kom hingað til lands í nóvember og svo Portúgal í byrjun árs. Róbert Geir staðfesti þó að lokum í viðtalinu að HSÍ hefði ekki enn fengið svör við fyrirspurnum sínum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.HSÍ Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Handbolti.is fyrr í dag. Þar segir einnig að HSÍ hafi sent inn fyrirspurn vegna vinnustaðarsóttkvíar fyrir kvennalandsliðið þar sem síðari viðureignin gegn Slóveníu á að fara fram þann 21. apríl hér á landi. „Það er til heimild til að gera undanþágu til æfinga vegna alþjóðlegra verkefna landsliða. Kvennalandsliðið er svo sannarlega á leiðinni í eitt slíkt eftir miðjan apríl þar sem sem farseðill á heimsmeistaramótið verður í boði fyrir sigurliðið,“ sagði Róbert Geir í viðtalinu við Handbolti.is. Íslenska kvennalandsliðið og þjálfarateymi eru sem stendur í sóttkví eftir góða ferð landsliðsins til Norður-Makedóníu. Þar var leikur í umspili gegn Slóveníu tryggður þó svo að það hafi kostað sitt. Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir og Sunna Jónsdóttir meiddust báðar illa. Sú síðarnefnda stefnir á að vera með gegn Slóveníu en Steinunn er talin hafa slitið krossband og verður því frá næstu mánuði. „Verðum að koma landsliðinu á æfingar sem allra fyrst. Ef félagslið mega ekki æfa þá verður HSÍ að gera allt sem hægt er til að halda landsliðskonunum sínum við efnið fyrir leikina mikilvægu við Slóvena,“ sagði framkvæmdastjórinn einnig. Vinnustaðasóttkví hefur heppnast vel hér á landi. Til að mynda þegar karlalandslið Litáen kom hingað til lands í nóvember og svo Portúgal í byrjun árs. Róbert Geir staðfesti þó að lokum í viðtalinu að HSÍ hefði ekki enn fengið svör við fyrirspurnum sínum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.HSÍ
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira