„Þetta er bara rothögg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 10:22 Skíðasvæði landsins eru lokuð vegna hertra samkomutakmarkana. Vísir/Vilhelm Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. „Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
„Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira