„Þetta er bara rothögg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2021 10:22 Skíðasvæði landsins eru lokuð vegna hertra samkomutakmarkana. Vísir/Vilhelm Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði. „Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta er bara rothögg, það er ekkert annað, það er eiginlega ekkert annað orð yfir það. Þetta er búið að vera flott í vetur hérna á skíðasvæðunum og vetrarfríin voru frábær. Þúsundir manna hérna fyrir norðan og svo var maður farinn að hlakka til og átti auðvitað von á þúsundum manna hér á næstu tveimur, þremur vikum og þá er bara skellt í lás og þetta er bara allt í lagi finnst mönnum,“ sagði Egill í Bítinu í morgun. Hann sagði ljóst að skíðasvæðin yrðu fyrir miklu tekjutapi en fyrir norðan er ekki aðeins Siglufjörður undir heldur áttu Dalvíkingar og Akureyringar einnig von á mörgum gestum. „Þetta er tekjutap, ég get eiginlega ekki nefnt þá tölu, þetta eru tugir milljóna sem tapast þarna á skíðasvæðunum, það er alveg ljóst.“ Egill sagði ástæðuna fyrir því að skíðasvæðum væri gert að loka væru sameiginlegir snertifletir í skíðalyftunum; diskarnir og stólarnir. Þessa fleti þyrfti að þrífa milli gesta sem Egill sagði að væri nær ómögulegt nema þá með gríðarlegum tilkostnaði. Þá vissi hann ekki til þess að hægt væri að rekja nokkuð einasta smit til vetrarfríanna fyrir norðan þegar fólk flykktist þangað á skíði fyrr í vetur. Allir væru með hanska, hjálma og gleraugu auk þess sem það væri grímuskylda. Egill kvaðst mjög ósáttur við að þurfa að loka skíðasvæðinu og telur vandann liggja á landamærunum þar sem landinu hafi ekki verið lokað. „Það er bara þannig að ég er mjög ósáttur við þessi rök en ég skil mjög vel að við verðum að taka á þessari veiru, ég skil það mjög vel. Við erum því miður búin að klúðra þessu. Þetta er komið inn og þetta er komið alltof víða og eins og ég sagði áðan, vandinn er landamærin. Það er bara klárt. Hún verður ekki til hér á Íslandi þessi veira. Þannig að þetta er rothögg,“ sagði Egill. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Skíðasvæði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira