Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. mars 2021 20:46 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23