Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. mars 2021 20:46 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23