„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:20 Davíð Snorri horfði á björtu hliðarnar á blaðamannafundi að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í kvöld. vísir/Sigurjón Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira