Staðfestir að Ingvar sé viðbeinsbrotinn og verði frá í fjórar til sex vikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:00 Ingvar Jónsson verður ekki með Víkingum í upphafi Pepsi Max-deildarinnar. Vísir/Bára Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, mun missa af fyrstu leikjum Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu vegna meiðsla. Ingvar viðbeinsbrotnaði í leik Víkings og Keflavíkur í Lengjubikarnum síðasta föstudag. Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira