Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 13:33 Michael og Peter Taylor við vegabréfaeftirlit á flugvelli í Istanbúl í 30. desember 2019. Flugvélinni sem var notuð til að koma Ghosn frá Japan var millilent þar á leiðinni til Líbanons. AP/DHA Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns. Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns.
Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00