Fótbolti

Mikael: U21 EM, ég er að koma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska A-landsliðinu á móti Belgíu í Þjóðadeildinni.
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska A-landsliðinu á móti Belgíu í Þjóðadeildinni. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Mikael Neville Anderson ætlar sér stóra hluti á EM sem hefst á fimmtudaginn og sendi frá sér viðvörun á samfélagsmiðlum í gær.

Íslenski knattspyrnumaðurinn Mikael Neville Anderson lítur greinilega svo á að umfjöllun um sig í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu hafi verið stormur í vatnsglasi. Hann er spenntur fyrir að Evrópumótið byrji á fimmtudaginn.

Mikael Neville Anderson er í EM-hóp íslenska 21 árs landsliðsins þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér í síðasta verkefni liðsins.

Íslenskir fjölmiðlar skrifuðu um það en Mikael Neville vildi fullvissa alla um að það sé alltaf heiður fyrir hann að klæðast bláu treyjunni.

Mikael Neville sendi skýr skilaboð í Twitter-færslu og byrjaði hana á ensku svo að önnur lið í riðlinum viti nú hver sé að mæta á svæðið. Á íslensku er það einfalt: U21 EM, ég er að koma.

„U21 EM i am coming - Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands. Áfram Ísland,“ skrifaði Mikael Neville Anderson á Twitter.

Mikael hefur spilað þrettán leiki fyrir 21 árs landsliðið og sjö leiki fyrir A-landsliðið. Hann á enn eftir að skora fyrir Ísland í 23 leikjum fyrir öll landslið því hann er líka markalaus í þremur leikjum með sextán ára landsliðinu.

Mikael Neville hefur ekki spilað fyrir íslenska 21 árs landsliðið síðan í 5-0 tapi á móti Svíþjóð 12. október 2019. Hann hefur leikið sex A-landsleiki síðan þá.

Fyrsti leikur íslenska 21 árs landsliðsins er á móti Rússlandi á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×