Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB og skoraði fyrra mark liðsins í 0-2 sigri á AaB. Sveinn Aron Guðjohnsen hóf leik á bekknum en fékk að koma inná á 89.mínútu.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar í 1-1 jafntefli AGF og deildarmeistara Bröndby. Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í vörn Bröndby og lék allan leikinn.
Mikael Neville Anderson spilaði fyrsta klukkutímann í 5-0 sigri Midtjylland á Vejle.
Stilling ved pausen. #sldk | #pausestilling | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/dYscDwKT6z
— 3F Superliga (@Superligaen) March 21, 2021