„Finnst fólk vera komið full nálægt þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 20:12 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kveðst skilja áhuga fólks á því að vilja sjá eldgosið í Geldingadal með berum augum. Honum hugnist ekki að stilla upp löggæslu til að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæðið en brýnir á sama tíma fyrir því að mikilvægt sé að kynna sér þá hættu sem er til staðar á svæðinu. Fjöldi fólks hefur í dag lagt leið sína að gosstöðvunum en fólk er varað við því að fara of nálægt. „Við skiljum alveg áhuga fólks á að fara þarna og sjá þetta eldgos og þetta er náttúrlega það sem við þekkjum í gegnum tíðina, fólk hefur gríðarlegan áhuga á þessu og vill komast sem næst og við viljum náttúrlega gera fólki kleift að komast á staðinn og sjá þetta. En á sama tíma þá verðum við líka að segja fólki hverjar hætturnar eru og að biðla til þeirra að fara varlega og passa sig,“ sagði Rögnvaldur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Miðað við þessar myndir sem að maður hefur séð þá finnst manni kannski fólk vera komið full nálægt þessu,“ segir Rögnvaldur. Því sé mikilvægt að fræða fólk um hætturnar sem til staðar eru. „Það er sú leið sem við viljum fara og það er náttúrlega ekki ógurlega spennandi kostur að vera að stilla upp einhverri löggæslu þarna eða einhverjum skiltum. Við erum búin að leggja línurnar um hvernig er hægt að komast á staðinn og hvað þarf að hafa í huga. Hætturnar eru þekktar, það geta brotist út nýjar línur úr hrauninu og þær geta farið hratt, það getur losnað úr veggjunum á þessum gígum, þeir geta losnað niður og þá gusast innihaldið í þá átt þar sem það opnast og ef að fólk er of nálægt þá getur það fengið þetta á sig. Sama á við ef hraunið er að renna yfir þar sem er bleyta, þá geta orðið gufusprengingar og þetta eru allt hættur sem eru þekktar,“ útskýrir Rögnvaldur. Líkt og fram hefur komið þykja upptök eldgossins vera á nokkuð heppilegum stað þar sem gosið ógnar hvorki byggð né innviðum á borð við rafmagn eða samgöngumannvirki. „En fólk getur verið í hættu ef það fer ekki varlega,“ segir Rögnvaldur. Páll Einarsson sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að líklega væri að hefjast nýtt kvikuskeið á Reykjanesskaga og að líklega megi búast við fleiri eldgosum í náinni framtíð. Erum við tilbúin til að mæta þessu? „Það er verið að vinna í því á fullu. Það er verið að kortleggja alla innviðina á svæðinu, hvaða innviðir geta verið í hættu eftir því hvar verður eldgos og hvernig er hægt að bregðast við og þetta erum við að vinna við á fullu,“ segir Rögnvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. 20. mars 2021 19:43 Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“ 20. mars 2021 18:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
„Við skiljum alveg áhuga fólks á að fara þarna og sjá þetta eldgos og þetta er náttúrlega það sem við þekkjum í gegnum tíðina, fólk hefur gríðarlegan áhuga á þessu og vill komast sem næst og við viljum náttúrlega gera fólki kleift að komast á staðinn og sjá þetta. En á sama tíma þá verðum við líka að segja fólki hverjar hætturnar eru og að biðla til þeirra að fara varlega og passa sig,“ sagði Rögnvaldur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Miðað við þessar myndir sem að maður hefur séð þá finnst manni kannski fólk vera komið full nálægt þessu,“ segir Rögnvaldur. Því sé mikilvægt að fræða fólk um hætturnar sem til staðar eru. „Það er sú leið sem við viljum fara og það er náttúrlega ekki ógurlega spennandi kostur að vera að stilla upp einhverri löggæslu þarna eða einhverjum skiltum. Við erum búin að leggja línurnar um hvernig er hægt að komast á staðinn og hvað þarf að hafa í huga. Hætturnar eru þekktar, það geta brotist út nýjar línur úr hrauninu og þær geta farið hratt, það getur losnað úr veggjunum á þessum gígum, þeir geta losnað niður og þá gusast innihaldið í þá átt þar sem það opnast og ef að fólk er of nálægt þá getur það fengið þetta á sig. Sama á við ef hraunið er að renna yfir þar sem er bleyta, þá geta orðið gufusprengingar og þetta eru allt hættur sem eru þekktar,“ útskýrir Rögnvaldur. Líkt og fram hefur komið þykja upptök eldgossins vera á nokkuð heppilegum stað þar sem gosið ógnar hvorki byggð né innviðum á borð við rafmagn eða samgöngumannvirki. „En fólk getur verið í hættu ef það fer ekki varlega,“ segir Rögnvaldur. Páll Einarsson sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að líklega væri að hefjast nýtt kvikuskeið á Reykjanesskaga og að líklega megi búast við fleiri eldgosum í náinni framtíð. Erum við tilbúin til að mæta þessu? „Það er verið að vinna í því á fullu. Það er verið að kortleggja alla innviðina á svæðinu, hvaða innviðir geta verið í hættu eftir því hvar verður eldgos og hvernig er hægt að bregðast við og þetta erum við að vinna við á fullu,“ segir Rögnvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. 20. mars 2021 19:43 Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“ 20. mars 2021 18:54 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. 20. mars 2021 19:43
Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“ 20. mars 2021 18:54