Gos hafið í Geldingadal Sylvía Hall og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 19. mars 2021 21:45 Gos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall í kvöld. Myndin er úr myndskeiði Landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir gosstöðvarnar fyrr í kvöld. Landhelgisgæslan Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira