„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:01 Valsmennirnir hans Finns Freys Stefánssonar eru komnir upp í 6. sæti Domino's deildar karla. vísir/hulda margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
Allur ágóði af miðasölu leiksins í gær rann óskiptur til Píeta samtakanna og þá var, og er enn hægt, að styrkja þau með frjálsum framlögum. Valur vann leikinn með ellefu stiga mun, 90-79, en þetta var þriðji sigur liðsins í Domino's deild karla í röð. „Ég er bara ánægður með sigurinn og að ná tveimur góðum stigum. Þetta hefur verið brösugt það sem af er vetri hjá báðum liðum og þau á sama stað í töflunni þannig að það var gríðarlega mikilvægt að landa þessum tveimur stigum,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Sigurinn gladdi ekki bara Finn heldur einnig allt í kringum leikinn í gær. „Þetta er frábært málefni. Strákarnir í liðinu hafa staðið fyrir þessu í samstarfi við Píeta samtökin. Bergur Ástráðsson hefur leitt þetta áfram og gert það vel,“ sagði Finnur. Klippa: Viðtal við Finn Frey „Við látum oft eins og körfubolti og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða. Við fórum á fund með Kristínu [Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Píeta samtakanna] í aðdraganda leiksins og það sem sló mann er að maður heldur að það sé einhver staðalímynd fólks sem lendir í þessu. En þetta er bara venjulegt fólk eins og ég og þú.“ Málefnið snertir liðin sem mættust í gær, meðal annars í gegnum Lárus Dag Pálsson sem lék með þeim báðum. Rætt var við ekkju hans í útsendingu Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn í gær. „Þetta mál snertir þessi félög mikið. Þau hafa misst góða syni alltof snemma. Það var mjög fallegt að geta vakið athygli á þessu,“ sagði Finnur sem hvetur fólk sem líður illa og glímir við sjálfsvíg til að leita sér hjálpar. „Menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að leita til Píeta samtakanna. Þetta er ekkert tabú. Ef þú ert með einhverjar hugsanir, hafðu samband. Fólk er þarna til að hjálpa þér. Við rífum hvorn annan upp og höldum áfram með lífið.“ Hægt er að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00 „Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01 Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. 18. mars 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 23:00
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 18. mars 2021 13:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. 17. mars 2021 11:11
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti