„Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 17:00 Snorri Steinn Guðjónsson og Sverre Andreas Jakobsson voru í fimmta og fjórða sæti hjá Ásgeiri Erni. Skjámynd/S2 Sport Haukagoðsögnin og silfurdrengurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson valdi þá fimm erfiðustu og leiðinlegustu sem hann mætti á handbolaferlinum af þeim sem eru núna að þjálfa í Olís deildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk smá heimavinnu fyrir Seinni bylgjuna í gær en nú var komið að gamla landsliðsmanninum að henda upp topp fimm lista. „Ég tók þjálfarana í deildinni og henti í topp fimm lista yfir þá af þeim sem mér fannst erfiðast og leiðinlegast að spila á móti,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er enginn heilagur listi þannig lagað en ég tók svolítið mið af þessu tímabili áður en ég fór út eða frá 2000 til 2005. Ég var mikið að miða við það,“ sagði Ásgeir Örn. Hann byrjaði á því að setja Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, í fimmta sætið. Þeir spiluðu ekki saman hér heima en voru saman í atvinnumennsku. „Í fimmta sæti er Snorri sjálfur. Þá var hann búinn að vera á miðjunni í Valsliðinu og var örugglega búinn að spila einhver tvö tímabil áður en ég byrja að spila á móti honum í meistaraflokki. Hann var geggjaður stjórnandi,“ sagði Ásgeir og freistaðist til að skjóta aðeins á sinn gamla liðsfélaga í landsliðinu. „Hann tók stjórnina í liðinu en hann var fyrstu árin sín að spila með þessum risanöfnum eins og Geira [Geir Sveinsson] og Júlla [Júlíus Jónasson], Valdi [Valdimar Grímsson] var þarna og Rolo [Roland Eradze] var í markinu. Svo var hann þarna pínulítill tittur með einhverja Noel Gallagher klippingu á miðjunni að reyna að stýra þessu sem hann gerði frábærlega. Svo inn á milli komu þessu undirhandarskot frá honum upp í vinklana,“ sagði Ásgeir. „Það var erfitt að spila við hann en ekki beint leiðinlegt og aðallega vara skemmtilegt. Maður sá strax að þarna voru gæði í gangi,“ sagði Ásgeir en voru þeir ekkert að kýta þarna í gamla daga. „Nei ekki mikið. Hann var svo hrokafullur að hann vildi ekkert tala við mig þarna í byrjun,“ sagði Ásgeir en hér fyrir neðan má sjá hverja hann valdi síðan í fjögur efstu sætin hjá sér. Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm listi frá Ásgeiri Erni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik