Milljónabætur vegna frelsissviptingar í alþjóðlegu fjársvikamáli Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 11:08 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nígerískum manni búsettum á Ítalíu bætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í sem var meira en tvöfalt lengra en fangelsisdómur sem hann hlaut. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða erlendum karlmanni fjórar og hálfa milljón krónur í miskabætur vegna frelsissviptingar í tengslum við alþjóðlegt fjársvikamál samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á miðvikudag. Manninum var haldið í gæsluvarðhaldi meira en tvöfalt lengur en fangelsisdómur yfir honum hljóðaði upp á. Maðurinn er frá Nígeríu en hefur verið búsettur á Ítalíu um árabil. Hann var einn fjögurra sem var ákærður í fjársvikamáli sem teygði anga sín til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu árið 2016. Tveir íslenskir karlmenn og íslensk kona voru einnig ákærð og dæmd fyrir peningaþvætti. Í ákæru var maðurinn sakaður um að hafa skipulagt og gefið Íslendingunum fyrirmæli um peningaþvættið. Hann var framseldur frá Ítalíu og sat í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 17. ágúst 2017 til 10. janúar árið 2018, tæpa fimm mánuði. Eftir að gæsluvarðhaldinu lauk sætti maðurinn farbanni þar til dómur var kveðinn upp 8. mars 2018. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti af gáleysi. Íslendingarnar voru sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi. Landsréttur þyngdi dóma yfir Íslendingunum árið 2019 en lét dóminn yfir nígeríska manninum óraskaðan. „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli - Vísir (visir.is) Sagði fangelsisvistina ömurlega Krafðist maðurinn tæpra 72 milljóna króna í bætur frá ríkinu á þeim grundvelli að hann hefði verið sviptur frelsi sínu að ósekju með gæsluvarðhaldinu og farbanninu sem varði mun lengur en refsingin sem honum var gerð með dómi. Í dómi héraðsdóms í bótamálinu kemur fram að maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni innan um fanga sem hafi hlotið dóma fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Dvöl hans í fangelsinu hafi verið ömurleg. Þar segist hann hafa sætt aðkasti vegna húðlitar síns og orðróms um að hann væri smitaður af eyðni. Þá hafi hann verið einangraður í fangelsinu þrátt fyrir að hann sætti ekki einangrunarvist. Hann hafi ekki fengið viðunandi læknisþjónustu vegna bakmeiðsla sem hrjáðu hann og hann hafi getað haft lítil sem engin samskipti við fjölskyldu sína og engar heimsóknir fengið aðrar en frá verjanda sínum. Fyrir mann sem hafi aldrei sætt fangelsisvist áður hafi dvölin á Litla-Hrauni því verið mikil andleg og líkamleg raun. Dómurinn taldi ósannaða að maðurinn hefði sætt aðkasti í fangelsinu eða að hann hefði ekki fengið viðunandi læknisþjónustu. Eigin sakir mannsins lækkuðu bæturnar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu mannsins um bætur vegna tapaðra atvinnutekna í ellefu mánuði. Hann taldi sanngirnissjónarmið aftur á móti styðja eindregið að ríkisvaldið bæri ábyrgð á því að maðurinn hefði sætti frelsissviptingu í alltof langan tíma á meðan á gæsluvarðhaldinu og farbanninu stóð. Miskabætur mannsins voru þó lækkaðar vegna eigin sakar mannsins sem hann var dæmdur fyrir. Taldi dómurinn 4,5 milljónir króna hæfilegar bætur. Svikahrappar sem aldrei fundust Fjársvikamálið sjálft var rakið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. í byrjun árs 2016. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli Nesfisks og Daesung Food One og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Umræddir reikningar voru skráðir á Íslandi og í eigu sumra þeirra dæmdu. Konan, sem hlaut tólf mánaða fangelsi, átti í samskiptum við Nígeríumann, sem fjórmenningarnir nefndu Sly, sem miðuðu að því að hún útvegaði bankareikning á Íslandi til að leggja inn á umrædda fjármuni. Sly þessi var eitt sinn unnusti konunnar, samkvæmt framburði eins hinna dæmdu. Hann fannst aldrei, þrátt fyrir rannsókn lögreglu. Úr varð að annar íslensku karlmannanna lagði til bankareikning einkahlutafélags síns RG verktaka til að taka við fénu. Rúmar 31,6 milljónir, andvirði fyrri greiðslunnar frá Daesung Food One Co, voru lagðar inn á reikninginn í byrjun árs 2016 og seinni greiðslan, rúmar 22 milljónir, tæpum mánuði síðar. Þau dæmdu ráðstöfuðu peningnum svo á milli sín en hluta fjárins var komið úr landi, meðal annars með millifærslum til Hong Kong. Það var gert með aðstoð nígeríska mannsins, sem í ákæru var sagður hafa komið gagngert til landsins í febrúar 2016 til að hafa umsjón með flutningi fjármunanna en hluti þeirra fór þó aldrei úr landi. Hann var handtekinn í Bologna á Ítalíu haustið 2017 og síðar framseldur til Íslands. Steinbergi Finnbogasyni lögmanns eins sakborninganna í málinu voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Maðurinn er frá Nígeríu en hefur verið búsettur á Ítalíu um árabil. Hann var einn fjögurra sem var ákærður í fjársvikamáli sem teygði anga sín til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu árið 2016. Tveir íslenskir karlmenn og íslensk kona voru einnig ákærð og dæmd fyrir peningaþvætti. Í ákæru var maðurinn sakaður um að hafa skipulagt og gefið Íslendingunum fyrirmæli um peningaþvættið. Hann var framseldur frá Ítalíu og sat í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 17. ágúst 2017 til 10. janúar árið 2018, tæpa fimm mánuði. Eftir að gæsluvarðhaldinu lauk sætti maðurinn farbanni þar til dómur var kveðinn upp 8. mars 2018. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti af gáleysi. Íslendingarnar voru sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi. Landsréttur þyngdi dóma yfir Íslendingunum árið 2019 en lét dóminn yfir nígeríska manninum óraskaðan. „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli - Vísir (visir.is) Sagði fangelsisvistina ömurlega Krafðist maðurinn tæpra 72 milljóna króna í bætur frá ríkinu á þeim grundvelli að hann hefði verið sviptur frelsi sínu að ósekju með gæsluvarðhaldinu og farbanninu sem varði mun lengur en refsingin sem honum var gerð með dómi. Í dómi héraðsdóms í bótamálinu kemur fram að maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni innan um fanga sem hafi hlotið dóma fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Dvöl hans í fangelsinu hafi verið ömurleg. Þar segist hann hafa sætt aðkasti vegna húðlitar síns og orðróms um að hann væri smitaður af eyðni. Þá hafi hann verið einangraður í fangelsinu þrátt fyrir að hann sætti ekki einangrunarvist. Hann hafi ekki fengið viðunandi læknisþjónustu vegna bakmeiðsla sem hrjáðu hann og hann hafi getað haft lítil sem engin samskipti við fjölskyldu sína og engar heimsóknir fengið aðrar en frá verjanda sínum. Fyrir mann sem hafi aldrei sætt fangelsisvist áður hafi dvölin á Litla-Hrauni því verið mikil andleg og líkamleg raun. Dómurinn taldi ósannaða að maðurinn hefði sætt aðkasti í fangelsinu eða að hann hefði ekki fengið viðunandi læknisþjónustu. Eigin sakir mannsins lækkuðu bæturnar Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu mannsins um bætur vegna tapaðra atvinnutekna í ellefu mánuði. Hann taldi sanngirnissjónarmið aftur á móti styðja eindregið að ríkisvaldið bæri ábyrgð á því að maðurinn hefði sætti frelsissviptingu í alltof langan tíma á meðan á gæsluvarðhaldinu og farbanninu stóð. Miskabætur mannsins voru þó lækkaðar vegna eigin sakar mannsins sem hann var dæmdur fyrir. Taldi dómurinn 4,5 milljónir króna hæfilegar bætur. Svikahrappar sem aldrei fundust Fjársvikamálið sjálft var rakið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. í byrjun árs 2016. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli Nesfisks og Daesung Food One og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Umræddir reikningar voru skráðir á Íslandi og í eigu sumra þeirra dæmdu. Konan, sem hlaut tólf mánaða fangelsi, átti í samskiptum við Nígeríumann, sem fjórmenningarnir nefndu Sly, sem miðuðu að því að hún útvegaði bankareikning á Íslandi til að leggja inn á umrædda fjármuni. Sly þessi var eitt sinn unnusti konunnar, samkvæmt framburði eins hinna dæmdu. Hann fannst aldrei, þrátt fyrir rannsókn lögreglu. Úr varð að annar íslensku karlmannanna lagði til bankareikning einkahlutafélags síns RG verktaka til að taka við fénu. Rúmar 31,6 milljónir, andvirði fyrri greiðslunnar frá Daesung Food One Co, voru lagðar inn á reikninginn í byrjun árs 2016 og seinni greiðslan, rúmar 22 milljónir, tæpum mánuði síðar. Þau dæmdu ráðstöfuðu peningnum svo á milli sín en hluta fjárins var komið úr landi, meðal annars með millifærslum til Hong Kong. Það var gert með aðstoð nígeríska mannsins, sem í ákæru var sagður hafa komið gagngert til landsins í febrúar 2016 til að hafa umsjón með flutningi fjármunanna en hluti þeirra fór þó aldrei úr landi. Hann var handtekinn í Bologna á Ítalíu haustið 2017 og síðar framseldur til Íslands. Steinbergi Finnbogasyni lögmanns eins sakborninganna í málinu voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira