„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 08:40 Samia Suluhu Hassan á viðburði á þriðjudag, degi áður en hún tilkynnti um andlát Johns Magufuli forseta. Vísir/AP Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu. Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu. Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu.
Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55