Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 21:46 Mourinho í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. „Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira