Geta öll börn hjólað inn í sumarið? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. mars 2021 07:00 Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun