Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:56 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Blái baugurinn sem er teiknaður við suðurskaut reikistjörnunnar á að tákna vindhraða. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu. Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Á gasrisunum í sólkerfi okkar geisar stanslaust ofsaveður þar sem ekkert fast yfirborð er til staðar sem gæti hægt á vindunum. Á Júpíter hefur mönnum tekist að mæla hraða vindsins í neðri hluta lofthjúpsins með því að rekja slóð rauðra og hvítra skýjanna sem skiptast upp í rendur og eru helsta kennileiti reikistjörnunnar. Segulljós við heimskautin, sem á norðurhveli jarðar kallast norðurljós, hafa einnig verið talin tengjast öflugum vindum í efri hluta lofthjúpsins. Ekki hefur hins vegar gengið að mæla vindhraðann í heiðhvolfi Júpíters, lagsins á milli háloftanna og skýjanna fyrir neðan það. Ástæðan er að heiðhvolfið er heiðskírt. Til þess að komast í kringum vandamálið og mæla vindhraðann beint nýttu stjörnufræðingar árekstur halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 við Júpíter árið 1994. Í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) kemur fram að við áreksturinn urðu til nýjar sameindir í heiðhvolfi Júpíters sem eru enn til staðar. Með því að rekja ferðalag vetnissýaníðssameinda og mæla svonefnt Dopplervik, örlitla hliðrun á tíðni geilsunar hennar, með ALMA-útvarpssjónaukanum í Síle gátu vísindamennirnir mælt hraða skotvinda í heiðhvolfinu. Í ljós kom að vindhraðinn nær allt að 1.450 kílómetra hraða á klukkustund eða ríflega 400 metrum á sekúndu. Risavaxinn hvifill á breidd við fjórar jarðir Skotvindurinn reyndist mynda tröllaukinn hvirfil sem er allt að fjórum sinnum breiðari en jörðin og um 900 kílómetra þykkur. „Hvirfill af þessari stærðargráðu er einstakt veðurfyrirbrigði í sólkerfinu okkar,“ er haft eftir Thibault Cavalié við Stjarneðlisfræðistöðina í Bordeaux í Frakklandi sem stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar komu á óvart. Vísindamennirnir vissu að öflugur vindur væri á heimskautasvæðum Júpíters en mun hærra í lofthjúpnum, nokkur hundruð kílómetrum ofar en rannsókn þeirra náði til. Talið hafði verið að það hægðist á vindinum eftir því sem neðar í lofthjúpinu drægi. Hann hyrfi jafnvel alveg þegar komið væri djúpt niður í heiðhvolfið. Það gagnstæða var uppi á teningnum. Nær miðbaug reyndist veðrið í heiðhvolfinu skaplegra. Þar mældist vindhraðinn „aðeins“ um 600 kílómetrar á klukkustund, um 160 metrar á sekúndu.
Júpíter Vísindi Geimurinn Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira